
Tökum að okkur alla almenna smíðavinnu, svo sem gluggaskipti, þakskipti, pallasmíði og fleira.

Kristinn Már Ingvarsson er löggildur húsasmíðameistari. Hann hefur starfað í faginu í yfir 20 ár.


Samvinna
Við trúum því að besta niðurstaðan náist með góðri samvinnu. Við vinnum náið með viðskiptavinum okkar og öðru fagfólki til að tryggja að hugmyndir og þarfir skili sér í vönduðu verki.
Fagmennska
Fagmennska er grundvöllur alls sem við gerum. Við leggjum metnað í vönduð vinnubrögð, nákvæmni og gæði í hverju smáatriði. Með reynslu, þekkingu og réttum handtökum tryggjum við að hvert verkefni sé unnið af ábyrgð og í samræmi við gildandi reglur og staðla.
Traust
Traust er hornsteinn sambands okkar við viðskiptavini. Við stöndum við orð okkar, vinnum heiðarlega og leggjum áherslu á áreiðanleika í öllum samskiptum. Markmið okkar er að viðskiptavinir geti treyst því að verkefni séu unnin á réttum tíma, innan ramma og með gæðum sem standast væntingar.