Stokktré ehf. var stofnað árið 2018 af Kristni Má Ingvarssyni húsasmíðameistara og starfar hann eftir löggildu gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra og iðnmeistara. Kristinn býr yfir meira en 20 ára reynslu í faginu. Stokktré sinnir fjölbreyttum verkefnum á sviði nýframkvæmda og viðhaldsvinnu fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki og opinbera aðila. Fyrirtækið sér einnig um að útvega, eftir því sem við á, aðra iðnaðarmenn, s.s. rafvirkja, pípara eða múrara. Meðal verkefna sem við tökum að okkur eru: gluggaskipti, þakskipti, parketlögn, pallasmíði, hurðaísetningar, uppsteypun o.fl.